Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2007
Heimskautarefur eða fjallarefur (fræðiheiti: Alopex lagopus), einnig nefndur tófa eða refur á íslensku, er tegund refa af ættkvísl heimskautarefa (Alopex) sem tilheyrir hundaætt (Canidae). Heimskautarefurinn er eina tegundin í ættkvísl heimskautarefa. Hann er eina landspendýrið sem hefur borist til Íslands án aðstoðar manna. Dýrafræðingar hafa greint ellefu undirtegundir heimskautarefsins en ekki eru allir fræðimenn sammála um þær greiningar. Tófur má finna um allar Norðurslóðir. Tegundin er í útrýmingarhættu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og á eyjum við austurhluta Síberíu.