Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2023
Bandamannaleikarnir 1919 voru íþróttamót sem haldið var að frumkvæði Bandaríkjahers á íþróttavelli skammt fyrir utan París frá 22. júní til 6. júlí 1919. Mótinu svipaði í skipulagningu til Ólympíuleikanna en voru þó einungis ætlaðir hermönnum sem þjónað höfðu í herjum sigurvegaranna í fyrri heimsstyrjöldinni. Óvænt velgengni leikanna kann að hafa ráðið miklu um þá ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að freista þess að blása nýju lífi í Ólympíuleikana.
Enginn aðgangseyrir var að viðburðum leikanna og sóttu Parísarbúar og allra þjóða hermenn þá í stríðum straumum. Áætlað er að heildarfjöldi áhorfenda hafi verið nærri hálf milljón manna. Keppendur voru um 1.500 talsins, Bandaríkjamenn flestir þeirra.
Fyrri mánuðir: Boris Johnson – Andrea Ghez – Óeirðirnar á Austurvelli 1949 – Sun Myung Moon – Seinna Téténíustríðið