Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2018

Bonnie og Clyde voru bandarískir glæpamenn sem ferðuðust um miðhluta Bandaríkjanna ásamt glæpaflokk sínum á tíma kreppunnar miklu, rændu fólk og drápu það þegar þau voru króuð af. Glæpir þeirra gerðu parið alræmt meðal bandarísks almennings á árunum 1931 til 1935. Nú til dags er þeirra minnst fyrir bankarán þeirra en parið rændi aðallega litlar verslanir og afskekktar bensínstöðvar. Talið er að glæpagengið hafi drepið a.m.k. níu lögreglumenn og nokkra almenna borgara. Að lokum leiddu lögreglumenn parið í gildru og skutu það til bana í Sailes, Bienville Parish í Louisiana. Orðspor þeirra fór á flug í bandarískri dægurmenningu eftir að kvikmynd um þau kom út í leikstjórn Arthur Penn árið 1967. Í dag er algengt að elskendum sem lifa glæpalífi saman sé líkt við Bonnie og Clyde.