Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2015
Kvenréttindi á Íslandi hafa verið breytileg í gegnum sögu landsins. Í dag er staða kvenna á Íslandi góð, þeim eru tryggð lagaleg réttindi til jafns við karla þó einhverju muni í jafnrétti milli kynjanna í launum fyrir sömu vinnu og eitthvað sé um kynbundið ofbeldi.
Íslendingar hafa verið framarlega í kvenfrelsisbaráttu í alþjóðlegu tilliti. Til marks um það var Ísland eitt af fyrstu löndunum til þess að veita konum kosningarétt til Alþingis árið 1915, kosning Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands árið 1980 var fyrsta skiptið sem kona var kosinn þjóðhöfðingi og ágætur árangur náðist hjá framboði Kvennalistans til Alþingiskosninganna 1983.