Wikipedia:Grein mánaðarins/05, 2012

Teikning af John Hanning Speke

John Hanning Speke (4. maí 182715. september 1864) var breskur landkönnuður sem fór í þrjá fræga könnunarleiðangra til Austur-Afríku og varð fyrstur til að setja fram þá kenningu að upptök Hvítu Nílar væru í Viktoríuvatni.

Fyrstu tveir leiðangrar Spekes voru undir forystu Richards Francis Burtons. Hann hafði verið liðsforingi í breska hernum á Indlandi, líkt og Burton, en var laus úr herþjónustu, og hugsaði sér að leggja landkönnun fyrir sig. Fyrsti leiðangurinn var farinn til Sómalíu árið 1854. Þar særðust þeir í bardaga við innfædda og voru teknir höndum, en síðan sleppt.