Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2024
Alsírstríðið, einnig kallað alsírska sjálfstæðisstríðið eða alsírska byltingin var stríð á milli Frakklands og alsírsku Þjóðfrelsisfylkingarinnar sem háð var frá 1954 til 1962.
Stríðið leiddi til þess að Alsír hlaut sjálfstæði frá Frakklandi. Stríðið einkenndist af beitingu skæruhernaðar og af útbreiddri notkun pyntinga hjá báðum stríðsaðilum. Stríðið var aðallega háð í Alsír, sem þá var undir frönskum yfirráðum.
Undir lok stríðsins var Frakkland á barmi herforingjabyltingar. Alsírstríðið leiddi til þess að fjórða franska lýðveldið hrundi og stjórnarskrá Frakklands var endurrituð.