Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2008
Strandasýsla er sýsla á Vestfjörðum á Íslandi sem nær frá Holtavörðuheiði í suðri að Geirólfsgnúpi í norðri. Íbúafjöldi sýslunnar var 752 í árslok 2007. Strandir eru heiti á byggðinni og svæðinu sem liggur norður meðfram vestanverðum Hrútafirði og Húnaflóa þar til Hornstrandir taka við.
Vestan megin á Strandasýsla mörk að Norður-Ísafjarðarsýslu, Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Austan megin er Húnaflói og Vestur-Húnavatnssýsla. Suðurendi sýslunnar teygir sig upp á Holtavörðuheiði þar sem hann mætir sýslumörkum Mýrasýslu.