Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2014

Merki fyrir opinn aðgang var upphaflega hannað af stofnuninni Public Library of Science.

Opinn aðgangur er ókeypis aðgangur á netinu að heildartexta á niðurstöðum vísindalegra rannsókna. Aðallega er talað um opinn aðgang í tengslum við útgáfu ritrýndra vísindagreina. Efni í opnum aðgangi má því lesa, afrita og miðla áfram með litlum eða engum takmörkunum öðrum en höfundarréttarlegum.

Til eru tvær meginleiðir að opnum aðgangi: safnvistun og opin útgáfa. Helsti munurinn á opinni útgáfu og eigin safnvistun er að í opinni útgáfu eru greinarnar oftast ritrýndar. Þekktar menntastofnanir eins og Harvardháskóli og MIT hafa sett sér stefnu um opinn aðgang.