Wikipedia:Gæðagreinar/Rómaveldi

Kort af rómverska heimsveldinu þegar það var stærst, á tímum Trajanusar 98-117 e.Kr.
Kort af rómverska heimsveldinu þegar það var stærst, á tímum Trajanusar 98-117 e.Kr.

Rómaveldi eða Rómverska heimsveldið var ríki og menningarsvæði í kringum Miðjarðarhaf og í Vestur-Evrópu sem var stjórnað frá Rómarborg. Samkvæmt fornri trú var Róm stofnuð árið 753 f.Kr. Um miðja 4. öld f.Kr. hófst útþensla ríkisins sem varð um síðir að heimsveldi. Rómaveldi stóð öldum saman en venja er að miða endalok Rómaveldis við árið 476 e.Kr. (þegar síðasta keisaranum í Róm var steypt af stóli). Eftir það lifði þó austrómverska keisaradæmið, sem klofið hafði verið frá því vestrómverska árið 364 og var stjórnað frá Konstantínópel. Sögu rómverska heimsveldisins má skipta í þrjú tímabil: Rómverska konungdæmið, rómverska lýðveldið og rómverska keisaradæmið. Það var ekki fyrr en seint á lýðveldistímanum og á tíma keisaradæmisins sem yfirráðarsvæði Rómar fór að færast út fyrir Appennínaskagann.

Rómversk menning hafði mikla sögulega endurómum á Vesturlöndum í þróun á sviði laga, stríðs, tækni, bókmennta, listar og byggingarlistar.

Lesa áfram um Rómaveldi...