Wikipedia:Gæðagreinar/Mani pulite

Skjaldarmerki Ítalíu
Skjaldarmerki Ítalíu

Mani pulite (ítalska: hreinar hendur) er heiti á röð réttarhalda sem komu í kjölfarið á rannsókn dómsvaldsins á Ítalíu á spillingu í ítölskum stjórnmálum á árunum 1992 og 1993. Það kerfi mútugreiðslna og spillingar hjá stjórnmálamönnum og aðilum í atvinnulífinu sem rannsóknin leiddi í ljós var kallað Tangentopoli (Mútuborgin) af fjölmiðlum. Réttarhöldin leiddu til endaloka stjórnarflokkanna tveggja, kristilegra demókrata (sem hafði setið í öllum ríkisstjórnum Ítalíu frá stríðslokum) og Ítalska sósíalistaflokksins. Nær heil kynslóð ítalskra stjórmálamanna hvarf af vettvangi í kjölfarið, sem meðal annars ruddi brautina fyrir fyrsta kosningasigur Silvios Berlusconis árið 1994.

Lesa áfram um mani pulite...