Wikipedia:Gæðagreinar/Körfuknattleikur

Leikurinn hefst á dómarakasti.
Leikurinn hefst á dómarakasti.

Körfuknattleikur (eða körfubolti) er hóp- og boltaíþrótt sem leikin er af tveimur fimm manna liðum. Markmið hvors liðs er að skora körfu hjá andstæðingnum og koma í veg fyrir að andstæðingurinn nái knettinum og skori körfu.

Körfubolti er áhorfendavæn íþrótt að því leytinu að þetta er innanhússíþrótt, leikin á tiltölulega litlum leikvelli, aðeins eru tíu leikmenn á vellinum samtímis, og þeir nota stóran bolta sem auðvelt er að fylgja eftir. Að auki eru leikmenn yfirleitt ekki með neinar líkamshlífar, sem gerir viðbrögð þeirra sýnilegri. Þetta er ein vinsælasta íþróttin í Bandaríkjunum, og er einnig vinsæl í öðrum heimshlutum, svo sem í Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu, og fyrrum Sovétríkjum, þá sérstaklega í Litháen.

Körfuknattleikur er óvenjulegur að því leyti að íþróttin var í raun búin til af einum manni. Árið 1891 vantaði dr. James Naismith, kanadískan prest í KFUM háskóla í Springfield, Massachusetts, innanhússleik sem sameinaði þrek og þokka, til að hafa ofan af fyrir ungum mönnum yfir veturinn.

Lesa áfram um körfuknattleik...