Wikipedia:10 ára afmæli íslensku Wikipediu

Forsíða íslensku Wikipediu í janúar 2004.

Wikipedia á íslensku hóf göngu sína hinn 5. desember 2003. Það styttist þvi í 10 ára afmæli íslensku útgáfu frjálsa alfræðiritsins sem slegið hefur í gegn og er í dag ein af fjölsóttustu vefsíðum í heimi. Í tilefni af tímamótunum verður gert sérstakt átak í uppbyggingu Wikipediu á afmælisárinu með það að markmiði að auka bæði magn og gæði þess alfræðiefnis sem hún hefur að bjóða auk þess að gera hana aðgengilegri nýliðum. Ef þú hefur aldrei gert breytingu á Wikipediu en ert forvitin(n) um hvernig þetta gengur fyrir sig þá hvetjum við þig til þess að skoða kynninguna og sitja stutt vefnámskeið um virkni Wikipediu.

Afmælisfögnuður

breyta

Frekari hugmyndir um hvernig fagna megi tímamótunum má leggja fram á spjallinu.

Haldið verður málþing í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns fimmtudaginn 5. desember frá kl 12:15-14:00. Átta 7 mínútna erindi verða haldin og að þeim loknum verður boðið upp á spurningar og umræður. Dagskrá:

  • 12:15-12:25 – Málþing sett. Stuttar tilkynningar.
  • 12:25 – Áki G. Karlsson, starfsmaður Landsbókasafns Íslands.
  • 12:33 – Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir, ritstjórar Íslensku alfræðiorðabókarinnar sem kom út 1990.
  • 12:41 – Hrafn H. Malmquist, starfsmaður Landsbókasafns Íslands.
  • 12:49 – Orri Vésteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.
  • 12:57 – Salvör Gissurardóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
  • 13:05 – Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík.
  • 13:13Stefán Pálsson, sagnfræðingur.
  • 13:21 – Tryggvi Björgvinsson, tölvunarfræðingur.
  • 13:30-14:00 – Umræður.

Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður Kjarnans.

Afmælisárið á alfræðiritinu

breyta

Árið hefur verið notað til þess að gera átak í því að bæta alfræðiritið. Samfélagið í heild setti sér það markmið um að ná ákveðnum fjölda greina fyrir 5. desember 2013, fjölga gæða- og úrvalsgreinum og að hreinsa til í eldra efni. Jafnframt hafa einstakir notendur sett sér persónuleg markmið sem þeir ætla sér að ná á þessum tíma. Einnig er mikilvægt að fjölga virkum notendum.

Samfélagsmarkmiðin

breyta

Samfélag notenda íslensku Wikipediu setti sér eftirfarandi markmið til þess að ná fyrir 10 ára afmælisdaginn:

Uppbygging greina

breyta

Útlit, samfélag og stoðefni

breyta
  • Endurhönnuð forsíða.
  • Endurhönnuð samfélagsgátt.
  • Endurhannað efnisyfirlit hjálpar.
  • Fjölga gáttum og endurskoða framsetningu þeirra.
  • Endurskoða framsetningu gæðaefnis.
  • Taka til í WP og Hjálp nafnarýmum.
    • Samhæfa útlit síða.
    • Sameina síður til að koma í veg fyrir margföldun sama efnis.
    • Skilgreina betur mörkin á milli WP: og Hjálp:
    • Endurskoða flokkun síða í þessum nafnarýmum.
    • Bæta við grundvallar upplýsingasíðum sem enn vantar.
    • Leggja sérstaka áherslu á aðgengilega hjálp fyrir nýliða.
  • Fara yfir sniðin m.t.t. notagildis og samræmingar.
  • Flokkun „vandamálagreina“ þarfnast endurskoðunar.

Einstaklingsmarkmið

breyta

Eftirfarandi eru einstaklingsmarkmið notenda íslensku Wikipediu sem tekið hafa þátt í afmælisátakinu. Allt er þetta til gamans gert en vonandi verður keppnisskapið til þess ýta undir meiri sköpunargleði. Notendur sjá sjálfir um að bæta sér á töfluna og að uppfæra tölur sínar. Liðir um gæðagreinar og úrvalsgreinar byggja eingöngu á eigin mati notenda á mikilvægi síns framlags til greinanna. Átakið hófst formlega á miðnætti 6. desember 2012 og telja þær breytingar sem gerðar eru eftir þann tíma og fram til 5. desember 2013.

Breyta!   NG     GG     ÚG     ST     HG  
Notandi markmið   staða   markmið   staða   markmið   staða   markmið   staða   markmið   staða  
Bjarki S 150 22 5 2 1 - 50 1 50 2
Maxí 150 76 - - - - - - - 1
Salvör Kristjana 150 162 2 - - - - - - -
Bragi H 50 20 - - - - 100 31 50 58
Akigka 500 282 5 - 1 - 100 1 50 8
Jabbi 100 27 5 0 1 0 100 0 50 0
Svavar Kjarrval - 28 - 0 - 0 - 0 - 0
Ice-72 50 0 2 0 - 0 - 0 - 0
notandi - - - - - - - - - -
Alls 1150 617 19 2 3 0 350 33 200 68


Skilgreiningar:

  • NG: Fjöldi nýrra greina sem notandinn ætlar að búa til.
  • GG: Fjöldi greina sem notandinn ætlar að gera að gæðagreinum.
  • ÚG: Fjöldi greina sem notandinn ætlar að gera að úrvalsgreinum.
  • ST: Fjöldi stubba sem notandinn ætlar að lengja.
  • HG: Fjöldi greina sem notandinn ætlar að hreingera úr viðhaldsflokkunum.

Viðbætur

breyta
  • Október 2012: Systurverkefnið Wikidata opnað. Wikidata er þekkingargrunnur. Þróun hans er í þremur hlutum. Fyrsti hluti er tungumálatenglar, annar upplýsingasnið og þriðji listar. Við opnunina gat Wikidata tekið við tungumálatenglum.
  • Nóvember 2012: TimedMediaHandler er sett upp á öllum wiki verkefnum. Núna er hægt að búa til texta við myndbönd.
  • Mars 2013: Lua verður forritunartungumál fyrir snið. Það að búa til snið í Lua gerir þau hraðvirkari.
  • Júní 2013: Visual Editor settur upp. Visual editor er wysiwyg (það sem þú sérð er það sem þú færð) ritill. Fyrir þá sem nota hann mun wikikóðinn hverfa úr breytingarglugganum og viðbótinni er ætlað að gera nýjum notendum léttara fyrir að breyta síðum. Sjá einnig Visual Editor sandkassann.