Wii stöðvarnar eru aðalvalmynd leikjatölvunnar Wii frá Nintendo. Þær eru notaðar til að velja hvað þú ætlir að gera, t.d. spila leik, fara netið, kíkja á veðrið og fleira. Notandinn getur hreyft stöðvarnar til milli plássana 48.

Aðalstöðvarnar breyta

Aðalstöðvarnar eru þær sem er í vélinni þegar maður kaupir hana.

Disc Channel breyta

Disc Channel leyfir notendum að spila Wii og GameCube leiki. Ef það er Wii leikur í drifinu birtir Disc Channel nafnið á leiknum sem er í tölvunni. Ef það er GameCube leikur sýnir tölvan GameCube merkið og spilar hljóðið úr GameCube þegar hún kveikjir á sér. Aftur á móti getur hún ekki sýnt merkið á leiknum eða aðrar upplýsingar, ólíkt Wii leikjunum. Ef DVD, CD er látinn í tölvuna eða Wii eða GameCube leikur frá öðru landi, sýnir hún þessi skilaboð: "Unable to read the disc. Check the Wii operations Manual for help troubleshooting." Ef enginn diskur er látinn í tölvuna, sýnir hún skilaboðin: "Please insert a disk." Þegar diskur er látinn í, sést mynd með tveim diskum snúast þangað til hún les diskinn, þá hverfur annar diskurinn.

Þetta er eina stöðin sem ekki er hægt að færa. Hún er alltaf sýnd efst til vinstri.

Mii Channel breyta

Í Mii (borið fram eins og enska persónufornafnið "me") Channel getur maður búið til sýnar eigin Mii persónur og notað í ýmsum leikjum. Maður getir ráðið hvernig höfuðið er í laginu, lit, stærð, gerð og staðsetningu augna, ráðið hárgreiðslu og ýmsu fleira. Það er pláss fyrir alls 100 Mii persónur á eina leikjatölvu.

Photo Channel breyta

Ef notandi setur SD kubb í Wii, eða sendir myndir eða myndbönd með tölvupósti, getur maður skoðað það í Photo Channel. Maður getur breytt myndunum og búið til púsl úr þeim. Eftir breytingar getur notandi vistað myndirnar í tölvuna (en ekki á SD kubbinn) og sent myndirnar til einhvers annars Wii eiganda.

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Wii Channels“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. janúar 2007.

Wii (Nintendo)
Fjarstýring: Wii fjarstýring
Leikir: Listi yfir Wii-leikiLeikir eingöngu fyrir Wii
Netið: Nintendo Wi-Fi ConnectionVirtual ConsoleWiiConnect24Wii StöðvarInternet Stöð
Wii serían: SportsPlayMusic