Wall-E er bandarísk teiknimynd frá 2008. Hún var framleidd af Pixar, gefin út af Walt Disney og leikstýrð af Andrew Staton. Sagan fylgir vélmenni sem heitir Wall-E, sem er hannaður til að hreinsa upp yfirgefna jörð sem er full af rusli, í fjarlægri framtíð. Hann verður ástfanginn af öðru vélmenni, sem heitir Eve, sem hefur einnig ákveðið verkefni. Hann fylgir henni út í geim í ævintýri sem breytir örlögum þeirra og mannkyns. Bæði vélmennin hafa frjálsan vilja og tilfinningar sem eru svipaðar mönnum, sem þróast enn frekar eftir því sem líður á myndina.

Wall-E
Wall-E
LeikstjóriAndrew Stanton
Jim Reardon
HandritshöfundurAndrew Stanton
FramleiðandiJim Morris
LeikararBen Burtt
Elissa Knight
Jeff Garlin
Fred Willard
John Ratzenberger
Kathy Najimy
Sigourney Weaver
KvikmyndagerðJeremy Lasky
Danielle Feinberg
KlippingStephen Schaffer
TónlistThomas Newman
Frumsýning27. júní 2008
Lengd97 mínútur
Land Bandaríkin
TungumálEnska
Ráðstöfunarfé180 milljónir USD
Heildartekjur533,3 milljónir USD

Eftir að hafa leikstýrt Finding Nemo fannst Stanton að Pixar hafði líkt eftir neðansjávar eðlisfræði á trúanlegan hátt og var viljugur að leikstýra mynd sem gerðist að mestu í geimnum. Wall-E hefur takmarkaða viðræðu í byrjun; margar persónana hafa ekki rödd, en tjá sig með líkamstjáningu og vélmennahljóðum.

Wall-E fékk Golden Globe verðlaunin 2008 fyrir bestu kvikmyndina, Hugo verðlaunin 2009 fyrir bestu dramamyndina[1], Nebula verðlaunin fyrir besta handritið[2] og Saturn verðlaunin fyrir bestu teiknimyndina. Auk þess fékk myndin óskarsverðlaun fyrir bestu teiknimyndina og var tilnefnd í fimm öðrum flokkum.[3]

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „2009 Hugo Awards“. The Hugo Awards. Sótt 22. apríl 2010.
  2. „Nebula Award winners for 2008 announced“. LOCUS. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júní 2011. Sótt 4. september 2012.
  3. Wall-E earns 6 oscar nominations“. Skoðað 28. nóvember 2015

Tenglar

breyta
   Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.