Wall-E
Wall-E er bandarísk teiknimynd frá 2008. Hún var framleidd af Pixar, gefin út af Walt Disney og leikstýrð af Andrew Staton. Sagan fylgir vélmenni sem heitir Wall-E, sem er hannaður til að hreinsa upp yfirgefna jörð sem er full af rusli, í fjarlægri framtíð. Hann verður ástfanginn af öðru vélmenni, sem heitir Eve, sem hefur einnig ákveðið verkefni. Hann fylgir henni út í geim í ævintýri sem breytir örlögum þeirra og mannkyns. Bæði vélmennin hafa frjálsan vilja og tilfinningar sem eru svipaðar mönnum, sem þróast enn frekar eftir því sem líður á myndina.
Wall-E | |
---|---|
Wall-E | |
Leikstjóri | Andrew Stanton Jim Reardon |
Handritshöfundur | Andrew Stanton |
Framleiðandi | Jim Morris |
Leikarar | Ben Burtt Elissa Knight Jeff Garlin Fred Willard John Ratzenberger Kathy Najimy Sigourney Weaver |
Kvikmyndagerð | Jeremy Lasky Danielle Feinberg |
Klipping | Stephen Schaffer |
Tónlist | Thomas Newman |
Frumsýning | 27. júní 2008 |
Lengd | 97 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | 180 milljónir USD |
Heildartekjur | 533,3 milljónir USD |
Eftir að hafa leikstýrt Finding Nemo fannst Stanton að Pixar hafði líkt eftir neðansjávar eðlisfræði á trúanlegan hátt og var viljugur að leikstýra mynd sem gerðist að mestu í geimnum. Wall-E hefur takmarkaða viðræðu í byrjun; margar persónana hafa ekki rödd, en tjá sig með líkamstjáningu og vélmennahljóðum.
Wall-E fékk Golden Globe verðlaunin 2008 fyrir bestu kvikmyndina, Hugo verðlaunin 2009 fyrir bestu dramamyndina[1], Nebula verðlaunin fyrir besta handritið[2] og Saturn verðlaunin fyrir bestu teiknimyndina. Auk þess fékk myndin óskarsverðlaun fyrir bestu teiknimyndina og var tilnefnd í fimm öðrum flokkum.[3]
Heimildir
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „2009 Hugo Awards“. The Hugo Awards. Sótt 22. apríl 2010.
- ↑ „Nebula Award winners for 2008 announced“. LOCUS. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júní 2011. Sótt 4. september 2012.
- ↑ „Wall-E earns 6 oscar nominations“. Skoðað 28. nóvember 2015