Warner Music Group
bandarísk samsteypa hljómplötufyrirtækja
(Endurbeint frá WEA International)
Warner Music Group Corp. (oft stytt sem WMG) er bandarísk samsteypa fyrirtækja í skemmti- og tónlistariðnaðinum. Það er eitt af „stóru þrem“ hljómplötufyrirtækjunum á alþjóðlega tónlistarmarkaðnum, ásamt Universal Music Group (UMG) og Sony Music Entertainment (SME). Fyrirtækið á og stjórnar nokkrum af stærstu merkjum heims, þar á meðal Elektra Records, Reprise Records, Warner Records, Parlophone Records og Atlantic Records.
Warner Music Group Corp. | |
---|---|
Móðurfélag | Access Industries |
Stofnað | 6. apríl 1958 |
Stofnandi | Warner Bros. |
Land | Bandaríkin |
Höfuðstöðvar | New York, New York |
Vefsíða | wmg |