Visegrád-hópurinn
(Endurbeint frá Visegrád-löndin)
Visegrád-hópurinn, V4-löndin eða Evrópukvartettinn, er samstarfshópur fjögurra Mið-Evrópuríkja: Póllands, Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands. Samstarfinu var komið á á leiðtogafundi Póllands, Tékkóslóvakíu og Ungverjalands í kastalanum í Visegrád 15. febrúar 1991. Tilgangur þess var gagnkvæmur stuðningur ríkjanna við þróun frá stjórnkerfi kommúnismans og við inngöngu þeirra í Evrópusambandið. Löndin hafa síðan átt víðtækt efnahagslegt, menningarlegt og hernaðarlegt samstarf.
Nafnið vísar í Visegrád-ráðstefnuna, þegar Jóhann 1. af Bæheimi, Karl 1. af Ungverjalandi og Kasimír 3. af Póllandi funduðu þar árið 1335.