Vinnusálfræði fæst við hegðun fólks á vinnustöðum. Vinnusálfræði er tengd klínískri sálfræði, félagssálfræði og fleiri þáttum eins og lögum og jafnrétti kynjanna.

Aðalviðfangsefni vinnusálfræðinga er að nýta sálfræðilega þekkingu og aðferðir til að stafsmenn og fyrirtæki nái árangri. Vinnusálfræðingar nota sálfræðileg próf til að mæla þekkingu, hæfileika, getu og aðra eiginleika fólks í ýmsu skyni tengt vinnu og vinnustöðum, t.d. vegna ráðningar, stöðuhækkunnar, eða til að mæla starfsánægju.

Vinnusálfræði er bæði fræðilegt og hagnýtt fag.

Heimildir

breyta
  • „Industrial and organizational psychology á ensku Wikipediu“. Sótt 22. apríl 2006.