Vingameiður
Vingameiður[1] (eða Vindgameiður) var nafnið á trénu sem Óðinn hékk á í níu nætur til að öðlast rúnaþekkingu. Í Vingameiði seldi Óðinn lægra eðli sitt í hendur hinu æðra og gaf sig hinum guðdómlega Óðni á vald, þ.e. alviskunni. Hann segir í Hávamálum:
- Veit eg að eg hékk
- vindgameiði á
- nætur allar níu,
- geiri undaður
- og gefinn Óðni,
- sjálfur sjálfum mér,
- á þeim meiði
- er manngi veit
- hvers af rótum renn.
- Við hleifi mig sældu
- né við horni-gi.
- Nýsta eg niður,
- nam eg upp rúnar,
- æpandi nam,
- féll eg aftur þaðan. [2]
Þessi útgáfa er einnig til:
- Veitk at eg hékk
- vingameiði á
- nætur allar níu,
- geiri undaður
- og gefinn Óðni
- sjálfur sjálfum mér.
- Þá namk frævask
- og fróður vera. [3]