Villarrica (eldfjall)
Villarrica (spænska: Volcán Villarrica), einnig þekkt sem Rucapillán á mapudungun, er virk eldkeila í Andesfjöllum í Suður-Chile. Það er hæsta fjall í Los Ríos-fylki og er 2860 metra yfir sjávarmáli. Þjóðgarður er umhverfis fjallið.
Síðast gaus Villarrica árið 2015. Eldfjallið var hvað virkast á 16. öld. Á 20. öld lést fólk í eldgosum 1964 og 1971 vegna eðjustrauma og eiturgass.