Vilhjálmur 1. af Normandí
Vilhjálmur 1. af Normandí eða Vilhjálmur langasverð – (franska: Guillaume Longue-Épée, latína: Willermus Longa Spata, norræna: Vilhjálmr langaspjót, samkvæmt Snorra Sturlusyni) – (893 – 17. desember 942), hertogi Normanna, var annar hertoginn í Normandí, tók við af föður sínum, Göngu-Hrólfi.
Lítið er vitað um ungdómsár hans. Hann fæddist í Bayeux eða Rúðuborg (Rouen). Foreldrar hans voru Göngu-Hrólfur og Poppa, sem var dóttir Berengars af Rennes, en þau feðgin voru bæði kristin.
Vilhjálmur tók við af föður sínum um 927 og þegar í stað gerðu bæði Normannar og Bretónar uppreisn gegn honum en honum tókst að kveða hana niður. Eftir það fór hann herferð á hendur Bretónum og rændi lönd þeirra.
Árið 935 giftist hann Hlaðgerði (Luitgarde) af Vermandois og eignaðist við það allmikil lönd.
Árið 939 braust út styrjöld á milli Vilhjálms og Arnúlfs I., konungs í Flandri. Afleiðing þess varð sú að Vilhjálmur var myrtur 17. desember 942 í Picquigny á friðarráðstefnu.
Sonur hans var Ríkharður 1. af Normandí, sem kallaður var hinn óttalausi.
Fyrirrennari: Göngu-Hrólfur |
|
Eftirmaður: Ríkharður 1. af Normandí |