Vilhjálmur Vilhjálmsson - Glugginn hennar Kötu
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Glugginn hennar Kötu er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Hljóðritun fór fram í Tannlæknasalnum undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Hinar afbragðs góðu útsetningar á lögunum gerði Jón Sigurðsson, sem jafnframt stjórnar hljómsveit. Má segja að í hljómsveitinni sé valinn maður í hverju rúmi. Ljósmynd á plötuumslagi tók Óli Páll.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Glugginn hennar Kötu | |
---|---|
SG - 055 | |
Flytjandi | Vilhjálmur Vilhjálmsson |
Gefin út | 1972 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Pétur Steingrímsson |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Glugginn hennar Kötu - Lag - texti: Murray/Callander — Iðunn Steinsdóttir
- Bíddu pabbi - Lag - texti: Calander — Iðunn Steinsdóttir
- Ég hvísla þitt nafn - Lag - texti: Guðlaugur Jörundsson — Jörundur Gestsson
- Ein úti á götu gekk - Lag - texti: R. Bauer — Iðunn Steinsdóttir
- Ó, mín kæra vina - Lag - texti: A. Smith — Valgeir Sigurðsson
- Ungar ástir - Lag - texti: Ástvaldur Jónsson — Hafliði Magnússon
- Var það ást - Lag - texti: J. D. Loudermilk — Iðunn Steinsdóttir
- Vor, sumar, vetur og haust - Lag - texti: Papathanassiou/Francis — Jóhanna G. Erlingsson
- Sigrún - Lag - texti: Murroy/Callander — Iðunn Steinsdóttir
- Angelia - Lag - texti: W. Meisel — Theódór Einarsson
- Ég syng þér lítið lag - Lag - texti: Roloff/Kaleta/Hee — Jónas Friðrik
- Kveðja útlagans - Lag - texti: Murray/Callander — Iðunn Steinsdótlir
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaÞað hafa fáir söngvarar sungið jafn mörg lög fyrir SG-hljómplötur og Vilhjálmur Vilhjálmsson, en samt er þetta fyrsta tólf laga platan hans.
Vilhjálmur hefur starfað sem aðstoðarflugstjóri hjá Luxair í tvö ár, en sungið inn á plötur þegar hann hefur átt nokkurra daga frí á Íslandi. Snemma á þessu ári átti hann eitt slíkt frí og þá skaut upp þeirri hugmynd, að hann syngi einn inn á tólf laga plötu. Það varð að hafa snör handtök, velja lög og fá texta gerða og síðan að útsetja, æfa og taka upp (hljóðrita). Þetta tókst og fyrir bragðið er hér fyrsta tólf laga plata Vilhjálms. Lögin valdi hann að mestu leyti sjálfur og eru hér nokkur lög, sem hann hefur heyrt erlendis, en lög, sem ekki hafa notið vinsœlda á Íslandi, því plötur með þeim hafa ekki komið til landsins. Má þar nefna lagið Vor, sumar, vetur og haust, með frábœrum texta Jóhönnu G. Erlingsson. Þá eru hér lögin Glugginn hennar Kötu, Bíddu pabbi, Ein úti á götu gekk, Var það ást?, og Keðja útlagans. Allt skemmtileg lög með skínandi textum Iðunnar Steinsdóttur. Íslenzk lög eru hér tvö. Hið fyrra Eg hvísla þitt nafn eftir feðga frá Hólmavík og hið síðara, Ungar ástir eftir frœndur á Bíldudal, sem áttu saman lag á plötu með Facon fyrir fáum árum. Þá er hér lagið Angelia, sem Dúmbó og Steini fluttu á plötu fyrir fimm árum. Meðferð Vilhjálms á þessu lagi er sérlega góð. |
||