Facon
Íslensk hljómsveit
Facon var íslensk hljómsveit sem var stofnuð á Bíldudal árið 1962. Stofnandi hennar var Hjörtur Guðbjartsson, en aðrir meðlimir hennar voru þeir Jón Kr. Ólafsson, Ástvaldur Jónsson og Jón Ingimarsson. Árið 1969 lauk ferli hljómsveitarinnar með útgáfu fjögurra laga hljómplötu hjá SG - hljómplötum en hún hafði að geyma hið geysivinsæla lag "Ég er frjáls". Þá skipuðu hljómsveitina þeir Pétur Bjarnason á bassa, Ástvaldur Jónsson gítar og píanó, Grétar Ingimarsson trommur og Jón Kr. Ólafsson söngvari.
Útgefið efni
breyta- Vísitölufjölskyldan - Lag - texti: Syd Barrett - Pétur Bjarnason (1969)
- Ljúfþýtt lag - Lag - texti: Jón Ástvaldur Jónsson - Hafliði Magnússon (1969)
- Ég er frjáls - Lag - texti: Pétur Bjarnason (1969)
- Unaðsbjarta æskutíð - Lag - texti: Jón Ástvaldur Jónsson - Hafliði Magnússon (1969)