Viktor Emmanúel 2.

(Endurbeint frá Viktor Emmanúel II)

Viktor Emmanúel 2. Savoja (14. mars 18209. janúar 1878) var konungur Sardiníu frá 1849 og síðan konungur Ítalíu frá sameiningunni 1861. Hann var elsti sonur Karls Alberts Savoja konungs Sardiníu og Maríu Teresu Habsburg-Lorraine. Hann fæddist í Tórínó en fylgdi föður sínum síðan til Flórens þar sem hann ólst upp.

Viktor Emanúel II, konungur Ítalíu.

Hann tók þátt í Fyrsta sjálfstæðisstríðinu og var viðstaddur þegar sameiningarsinnar töpuðu í orrustunni við Novara. Faðir hans sagði í kjölfarið af sér konungdómi og Viktor Emmanúel tók við.

Í kjölfar sigra sameiningarsinna í Seinna sjálfstæðisstríðinu var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í öllum héruðum Norður-Ítalíu þar sem hann var valinn konungur og lýðveldissinnar eins og Giuseppe Garibaldi beygðu sig undir þá ákvörðun. Konungsríkið Sardinía var þá látið ná yfir alla Ítalíu og Viktor Emmanúel varð Viktor Emanúel II konungur Ítalíu.


Fyrirrennari:
Karl Albert Savoja
Konungur Sardiníu
(1849 – 1861)
Eftirmaður:
Fyrirrennari:
Konungur Ítalíu
(1861 – 1878)
Eftirmaður:
Úmbertó I