Vigdís (sjónvarpsþáttur)
Vigdís er íslensk sjónvarpsþáttaröð í fjórum hlutum sem fjallar um ævi Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.[1] Þáttaröðin verður frumsýnd á RÚV á nýjársdag 2025.[2] Elín Sif Halldórsdóttir leikur Vigdísi á hennar yngri árum[3] en Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Vigdísar á fullorðinsárum.[4]
Aðalhlutverk
breyta- Nína Dögg Filippusdóttir - Vigdís Finnbogadóttir
- Elín Sif Halldórsdóttir - Vigdís á yngri árum
- Jóhannes Haukur Jóhannesson - Albert Guðmundsson
- Björn Hlynur Haraldsson - Magnus Magnusson
Tilvísanir
breyta- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (22. janúar 2021). „Þáttaröð um fyrstu fimmtíu ár Vigdísar í smíðum“. RÚV. Sótt 29. nóvember 2024.
- ↑ Höskuldur Daði Magnússon (29. nóvember 2024). „Vigdísi frestað fram á nýtt ár“. Morgunblaðið. Sótt 29. nóvember 2024.
- ↑ Rósa Margrét Tryggvadóttir. „Er þetta besta leikaraval Íslandssögunnar?“. K100. Morgunblaðið. Sótt 29. nóvember 2024.
- ↑ Tómas Arnar Þorláksson (23. nóvember 2024). „Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni“. Vísir.is. Sótt 29. nóvember 2024.