Magnús Magnússon
(Endurbeint frá Magnus Magnusson)
- Getur líka átt við Magnús Magnússon ritstjóra og þýðanda.
Magnús Magnússon (f. í Reykjavík 12. október 1929 - 7. janúar 2007) var frægur sjónvarpsmaður í Bretlandi sem þekktastur varð fyrir að gegna hlutverki spyrils í þættinum Mastermind á BBC í 25 ár.
Magnús fluttist 9 mánaða gamall með foreldrum sínum, Sigursteini Magnússyni og Ingibjörgu Sigurðardóttur, til Edinborgar í Skotlandi þar sem faðir hans gegndi starfi yfirmanns SÍS í Evrópu auk þess að vera ræðismaður Íslands í Edinborg. Magnús bjó í Skotlandi nær alla ævina en var þó ávallt íslenskur ríkisborgari.