Viðja
Viðja (Salix myrsinifolia ssp. borealis eða Salix borealis) er tré eða runni af víðisætt sem getur náð 8-10 m hæð. Viðja er breytileg tegund í vexti; einstofna eða margstofna. Hún líkist nokkuð íslenska gulvíðinum sem er lágvaxnari. Viðja fékk nafn sitt fyrir það að er græðlingar voru fluttir inn frá Noregi á milli 1936 til 1939, voru þeir skráðir sem "vidje" (víðir á norsku) og var ekki vitað þá hvaða tegund þeir væru af.[1]
Salix myrsinifolia ssp. borealis Viðja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Salix myrsinifolia Salisb. | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Heimkynni
breytaÁ Íslandi
breytaHefur verið ræktuð í görðum og í skjólbeltum frá því um miðja síðustu öld.[2] Engin trjátegund á Íslandi er jafn dugleg að sá sér og vaxa upp úr þéttum grassverði.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skógræktarbókin eftir Hauk Bjarnason 2006
- ↑ Viðja Geymt 24 október 2021 í Wayback Machine Lystigarðurinn Akureyri, skoðað 13. okt. 2016.
- ↑ Viðja Flóra Íslands, skoðað 13. okt. 2016.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Viðja.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Viðja.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Salix myrsinifolia.