Verrazano-Narrows-brúin
40°36′23″N 74°02′44″V / 40.60639°N 74.04556°V
Verrazano-Narrows-brúin | |
---|---|
| |
Opinbert nafn | Verrazano-Narrows Bridge |
Nýting | 12 akreinar (6 að ofan og 6 að neðan) af I-278 |
Brúar | Narrows-sund |
Staðsetning | New York-borg (Staten Island – Brooklyn) |
Umsjónaraðili | MTA Bridges & Tunnels |
Gerð | Tveggja hæða hengibrú |
Spannar lengst | 1.298 m |
Hæðarbil | 4,6 m (efri akreinar) og 4,4 m (neðri akreinar) |
Bil undir | 69,5 m (meðalhæð í flóði) |
Árleg meðalumferð á dag | 194.716 (árið 2007) |
Opnaði | 21. nóvember 1964 (efri akreinar) 28. júní 1969 (neðri akreinar) |
Tollur | US$ 11.00 (aðeins vesturleiðina) |
Verrazano-Narrows-brúin er tveggja hæða hengibrú sem tengir New York-borgarhlutana Staten Island og Brooklyn hjá Narrows-sundi.
Brúin er nefnd í höfuðið á ítalska landkönnuðinum Giovanni da Verrazzano, fyrsta Evrópubúanum til að komast að New York-höfn og Hudsonfljóti í gegn um Narrows-sund. Brúin spannar 1.298 m og var stærsta hengibrú heims þegar hún opnaði árið 1964, þar til Humber-brúin í Englandi bætti metið árið 1981. Í dag hefur brúin lengsta haf hengibrúar í Bandaríkjunum og það áttunda lengsta í heimi. Gríðarstórir stólpar hennar eru sjáanlegir frá stórum hluta New York-stórborgarsvæðisins, þar á meðal af stöðum innan allra fimm borgarhlutanna.
Brúin gegnir mikilvægu hlutverki í stofnvegakerfi svæðisins. Á henni er upphafsstaður New York-maraþonsins.