Verkstæði jólasveinanna

Verkstæði jólasveinanna er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Á henni flytja leikarar við Þjóðleikhúsið Verkstæði jólasveinanna eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson og þýðandi Hulda Valtýsdóttir. Myndina á framhhð plötuumslagsins gerði Halldór Þétursson.

Verkstæði jólasveinanna
Bakhlið
SG - 070
FlytjandiLeikarar úr Þjóðleikhúsinu
Gefin út1973
StefnaLeikrit með söngvum
ÚtgefandiSG-hljómplötur

Leikarar

breyta


Hljóðdæmi úr söngleiknum

breyta

Hljóðdæmi


Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Þetta skemmtilega barnaleikrit var flutt í útvarpinu fyrir allmörgum árum og er nú gefið út á hljómplötu með leyfi útvarpsíns og að fengnu samþykki höfundarins. Er þetta fjórða leikrit hans, sem SG-hljómplötur gefa út. Hin þrjú eru Kardemommubœrinn, Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. Þessi þrjú leikrit hafa notið mikilla vinsœlda á plötum og leikur ekki vafi á, að Verkstæði jólasveinanna mun líka gera það, því það er skemmtilegt og fallegt. Segir frá ferðalagi útvarpsmanns og dóttur hans, sem fara í heimsókn á verkstœði jólasveinanna með það í huga, að segja svo frá jólasveinunum í barnatíma útvarpsins — skal sú saga ekki rakin nánar. Þar sem leikritið nær ekki alveg fullri lengd á 33 snúninga plötu er tengt framan við það og aftan tveimur lögum, sem Ómar Ragnarsson söng á plötu fyrir nokkrum árum — falla þau sérlega vel að efninu, því þau segja einmitt frá heimsókn jólasveins í jólabarnatima útvarpsins — eru þetta hinar gamalkunnu barnavisur eftir Þorstein Ö. Stephensen; Krakkar mínir komið þið sœl og Gáttaþefur.