Venslagagnagrunnur er safn gagna sem lúta reglum um vensl gagnanna. Hugtakið vísar til gagna og skema (rökræn framsetning gagnanna). Grunnurinn er safn af venslum (töflum) og býður upp á aðferðir til að nálgast innihaldið eftir fyrirfram skilgreindum leiðum. Innihald grunnsins býr í skemum, sem innihalda töflur. Tafla (enska Relation) er skilgreind sem safn (Set) af röðum (Tuples) sem hafa sömu dálka (Attributes eða Columns). Venslalíkanið gerir ráð fyrir að hvorki raðir né dálkar í venslum hafi sérstaka röðun.

Hugtakið venslaðir gagnagrunnar var upphaflega skilgreint og sett fram af E.F. Codd.[1]

Codd setti fram átta leiðir til að nálgast gögn úr vensluðum gagnagrunnum. Fyrstu fjórar voru ættaðar úr hefðbundinni mengjafræði:

  • Sammengisvirkinn (Union) spyrðir saman raðir úr tvennum venslum og fjarlægir allar endurteknar raðir úr niðurstöðinni (Result set). Sammengi virkinn er jafngildur SQL UNION virkjanum.
  • Sniðmengivirkinn (Intersection) býr til safn raða (set) sem tvenn vensl eiga sameiginlega. Sniðmengi er sett fram í SQL með INTERSECT virkjanum.
  • Mismunamengivirkinn (Compliment) vinnur á tvennum venslum og skilar safni raða úr fyrri venslunum sem ekki eru til staðar í seinni venslunum. Mismunamengi er útfært í SQL með EXCEPT eða MINUS aðgerðum.
  • Mengjamargfeldi af tvennum venslumm er ekki takmarkað á neinn hátt, það er allar raðir úr fyrri venslunum búa til raðir með öllum röðum úr seinni venslunum. Mengjamargfeldi er útfært í SQL sem CROSS JOIN samsteypuaðgerðin.

Aðgerðirnar sem Dr. Codd lagði til og ótaldar eru innihalda:

  • Úrval, takmarkanir og aðgerðir á röðum úr venslum, sem takmarka úttakssettið við þær raðir sem uppfylla ákveiðin skilyrði, þ.e. hlutmengi. SQL jafngildi úrvals er SELECT skipunin ásamt WHERE virkjanum.
  • Úrval án endurtekninga er val úr venslum án þess að endurtekningar séu í úttakssettinu. SQL GROUP BY setningin eða DISTINCT hlutinn í sumum SQL málískum má nota til að fjarlægja endurtekningar úr úttakssettinu.
  • Samsteypa virkinn sem skilgreindur er í vensluðum gagnagrunnum er oftast nefndur náttúruleg samsteypa. Í þeirri tegund samsteypu eru tvenn vensl tengd saman á þeim dálkum sem þau eiga sameiginlega. SQL nálgun á náttúrulegri samsteypu er INNER JOIN samsteypu aðgerðin.
  • Vensladeiling virkinn er heldur flóknari aðgerð, sem innifelur að nota raðir úr einum venslum til að hluta niður raðir í öðrum venslum. Vensladeiling er andstæða mengjamargfeldis.

Aðrar aðgerið hafa verið kynntar eða lagðar til síðan Dr. Codd setti fram sínar upphaflegu átta.

Normalisering

breyta

Normalisering var upphaflega tilgreind af Dr. Codd sem órofa hluti af venslalíkaninu. Normalisering inniheldur aðferðir til að losna við endurtekningar gagna. Að losna við endurtekningar hjálpar við meðhöndlun gagna og hjálpar við heilindi gagna. Notkun normaliseringar leiðir gögn á normalform.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. Codd, E.F. (1970). „A Relational Model of Data for Large Shared Data Banks“. Communications of the ACM. 13 (6): 377–387. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júní 2007. Sótt 25. mars 2008.