Veiðistöng

tól notað til að veiða fisk

Veiðistöng er löng stöng úr sveigjanlegu efni sem notuð er til að veiða fisk. Veiðistangir eru gjarnan úr trefjaplasti (ýmist úr glertrefjum eða koltrefjum) eða bambus, með fiskilínu, sem nær frá veiðihjóli við handfestu á stönginni eftir stönginni endilangri, með öngul á endanum. Veiðistangir eru aðallega notaðar í stangveiði til afþreyingar andstætt fiskveiðum í atvinnuskyni þar sem notast er við önnur veiðarfæri eins og net og handfærarúllur. Til eru margar ólíkar gerðir af veiðistöngum en þær helstu eru flugustangir fyrir fluguveiði, kaststangir fyrir veiði með spún eða beitu, sterkar sjóstangir fyrir stangveiði í sjó, langar strandveiðistangir fyrir kastveiði frá sjávarströnd, og stuttar dorgstangir fyrir dorgveiði. Veiðistangir geta verið frá 2 upp í 20 fet (60 cm til 6 metrar) að lengd.

Sjóstangveiði