Veiðar

(Endurbeint frá Veiði)

Veiði er það að ná lifandi villtu dýri, vanalega til að drepa það í einhverjum tilgangi. Veiði hefur verið snar þáttur í lífi mannkynsins frá öndverðu, þar eð menn hafa alla tíð haft stóran hluta af viðurværi sínu af þeim. Flest dýr eru veidd til matar, til þess að nota skinn þeirra í klæði eða til þess að þau drepi ekki eða smiti önnur dýr, villt eða tamin, sem menn nýta. Þá eru sportveiðar stundaðar til gamans og sem íþrótt.

Fiskveiði

breyta

Langalgengasta útgáfa veiða er að nota net til þess að veiða fisk úr sjó. Það er yfirleitt gert með skipum, og er til dæmis einn mikilvægasta atvinnuvegur Íslendinga. Til eru margar gerðir neta, og það fer eftir því hvaða fisk skal veiða, hvaða net eru notuð. Þá eru til margar gerðir veiðarfæra sem notast við öngul á línu.

Þegar fiskur er veiddur í ferskvatni (ám eða vötnum) er það ýmist gert með netum eða veiðistöngum. Áður fyrr voru gildrur (sk. kistur) líka algengar í ám. Þegar veitt er með veiðistöng, er annað hvort veitt á flugu, spún eða öngul með beitu.

Skotveiði

breyta

Í skotveiði eru notaðar byssur. Veiði með boga og örvum þekkist erlendis en er bönnuð á Íslandi. Það fer eftir bráðinni hvaða skotvopn er notað og hvernig skotfæri. Dæmigert er að nota haglabyssu og högl til veiða á fuglum en riffil og kúlur til að veiða spendýr.

Gildrur

breyta

Gildrur eru mikið notaðar í sumum veiðum. Einkum er algengt að skordýr, mýs og rottur séu veiddar í þær, sem og minkar. Algengast er að gildran sé þannig gerð, að agn lokki dýrið að. Við snertingu smellur oft gildran og drepur dýrið, slasar það, heldur því föstu eða lokar það inni þangað til menn koma að. Sumar gildrur eru án hreyfanlegra hluta en gerðar þannig að dýrið kemst inn en ekki út aftur, t.d. minkagildrur lagðar í straumvatn, þar sem dýrið kemst inn í búr inn um hálfgerða trekt úr rimlum, en kemst ekki út aftur og drukknar þar. Svipaðar gildrur eru algengar til að veiða skordýr, þau lokkuð inn um trekt inn í ílát og komast ekki út aftur. Þá eru flugur veiddar með því að breiða út klístruð spjöld eða borða, sem þær festast á og drepast.

Aðrar aðferðir

breyta

Hundar eru stundum þarfasti þjónn veiðimannsins. Íslenskir minkaveiðimenn nota t.d. hunda óspart og siga þeim á minkana. Erlendis eru hundar líka oft látnir drepa refi. Menn hafa haldið ketti (og fleiri rándýr) árþúsundum saman til að veiða mýs, rottur og fleiri smádýr í kring um mannabústaði.

Það var vinsæl íþrótt aðalsmanna forðum, að veiða með aðstoð ránfugla, einkum fálka. Voru þá fálkarnir látnir klófesta bráðina. Í Indlandi þótti höfðingjum líka skemmtilegt að fara á veiðar með blettatígur, láta hann hlaupa og ná bráðinni.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.