Þorgrímsstaðadalur
Þorgrímsstaðadalur er dalur á Vatnsnesi. Hann heitir eftir innsta bæ í dalnum, Þorgrímsstöðum. Fimm bæir voru í dalnum en nú eru bara tveir í byggð. Vegurinn sem liggur um dalinn heitir Þorgrímsstaðadalsvegur og er 8 km langur.
Sagnir eru um að heil kirkjusókn hafi verið í dalnum og kirkjan hafi verið á Ásgarði. Nú er þetta farið í auðn fyrir löngu og bæjarnöfnin ekki vituð.
Bæir
breytaÍ byggð
breyta- Þorgrímsstaðir (fóru í eyði stuttu fyrir 1705 en hafa síðan byggst upp aftur.)
- Ásbjarnarstaðir
Eyðibýli
breyta- Tunga
- Engjabrekka
- Ásgarður
- Ambáttarkot
- Katastaðir
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.