Klósigar

(Endurbeint frá Vatnsklær)

Klósigar (latína: Cirrus) eru ein gerð háskýja sem tilheyra blikum. Þau mynda bönd seða fjaðurlaga rákir sem stundum bogna upp í annan endann. Þau eru samansett úr ískristöllum sem myndast í yfir 7 kílómetra hæð og eru, vegna þess hve hátt þau liggja, fyrstu skýin sem roðna við sólarupprás. Þegar þau eru bogin upp í annan endann nefnast þau vatnsklær. Þessi ský myndast við hægt hitauppstreymi (um 0,3m/s) og við skil loftmassa eða í kjölfar rigningar eða þrumuveðurs. Þegar á himnum myndast klósigar segja menn: Hann hrísar loftið.

Klósigar
Klósigar
Klósigar
SkammstöfunKs
ÆttkvíslKlósigar
Hæðfyrir ofan 7000 m
Gerð skýjaHáský (Í mikilli hæð)
Útlitaflöng og grisjótt
Úrkomaskýjaslæða

Í Veðurfræði Eyfellings eftir Þórð Tómasson segir:

Klósigi heitir aflöng, grisjótt skýjabreiða hátt á himni, venjulega um þvert loft. Stefna hans bendir til vindáttar. Ekki voru allir vísir þess undir hvorum enda klósigans áttin yrði.

Heimild

breyta
  • „Ský“. Sótt 30. maí 2007.
  • Veður og umhverfi, bls. 32-33, Unnur Ólafsdóttir þýddi, Mál og menning / Edda útgáfa hf. Reykjavík.
   Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.