Blika
Blika (latína: Cirrostratus) er ein gerð háskýja, þau myndast í 6–12 km hæð og eru þunn eða hálfgegnsæ, samfelld háskýjabreiða sem þekur oft stóran hluta himins. Blika boðar oft komu regnsvæðis, og koma þá gráblika og regnþykkni með úrkomu í kjölfar hennar.
Blika | |
---|---|
Ættkvísl | Klósigar og þokuský |
Hæð | yfir 6000 m |
Gerð skýja | Háský (Í mikilli hæð) |
Útlit | Hvít slæða |
Úrkoma | nei, en getur aukið úrkomu annara skýja |
Sól sést í gegnum bliku, og myndast þá stundum rosabaugur kringum hana er geislar hennar brotna í ískristöllunum.
Orðatiltækin; „mér líst ekki á blikuna“ og „það eru blikur á lofti“, vísa til þess að blikur eru fyrirboðar veðurbreytinga.
Heimild
breyta- „Spáð í skýin“. Sótt 7. júlí 2005.
- Veður og umhverfi, bls. 32-33, Unnur Ólafsdóttir þýddi, Mál og menning / Edda útgáfa hf. Reykjavík.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist bliku.