Vatnaleiðin
Vatnaleiðin er gönguleið milli Hnappadals á Snæfellsnesi og Norðurárdals í Borgarfirði. Milli þessara dala er farið um Hítardal og Langavatnsdal. Á leiðinni er margbreytilegt fjalllendi og heiðarlönd en sérstaklega einkenna leiðina öll vötnin sem eru frá Hlíðarvatni í Hnappadal að Hreðavatni í Norðurárdal.
Leiðin er oftast farin á þremur dögum og er þá lagt upp frá Hallkelsstöðum, farið um Hallkelsstaðahlíð um Hellisdal í skála við Hítarhólm. Þá er haldið um Þórisdal og Hafradal að norðanverðu Langavatni og þaðan í skála að Torfhvalastöðum, að lokum er meðal annars farið um Beilárheiði á Vikrafell og að Hreðavatni og Bifröst.
Heimildir
breyta- Vatnaleiðin - Fræðslurit Ferðafélags Íslands nr. 16, 2009.
- http://dagskra.ruv.is/ugg/thattafaerslur/vatnaneid_14878/ Út um græna grundu 8. maí 2010[óvirkur tengill]