Vatnafurur
Vatnafurur (fræðiheiti: Glyptostrobus) er furutegund af grátviðarætt (Cupressaceae) (áður Taxodiaceae). Eina núlifandi tegund vatnafura er tegundin Glyptostrobus pensilis sem er upprunnin í regnskógum í suðaustur Kína. Ættkvíslin hafði áður mun meiri útbreiðslu, þakti mestallt norðurhvel á Paleósen og Eósen. Elstu þekktu steingervingarnir eru síðan á krítartímabilinu, frá Norður-Ameríku. Hún fékk sitt núverandi útbreiðslusvæði fyrir, og um Pleistósen ísaldirnar.[3] Könglar evrópuvatnafuru (Glyptostrobus europaeus) hafa fundist í setlögum á Íslandi.
Vatnafurur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Barr Glyptostrobus tegundar, 49 milljónir ára, Washington, Bandaríkjunum
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||||
Eina núlifandi tegundin (Glyptostrobus pensilis) vex á árbökkum og í vötnum og á fenjasvæðum og getur vaxið upp í vatni sem er allt að 60 sm djúpt. Tegundinni var næstum útrýmt því hún var eftirsótt fyrir harðan endingargóðan og ilmandi við en einnig tíðkast að gróðursetja hana meðfram bökkum á hrísökrum því ræturnar draga úr jarðvegseyðingu.
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ „Cupressaceae Rich. ex Bartling 1830“. The Gymnosperm Database. Sótt 14. október 2009.
- ↑ „Glyptostrobus Endl“. Germplasm Resources Information Network. United States Department of Agriculture. 17. júlí 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2011. Sótt 14. október 2009.
- ↑ LePage, B.A. 2007. The Taxonomy and Biogeographic History of Glyptostrobus. Bulletin of the Peabody Museum of Natural History, 48(2): 359-426. doi:10.3374/0079-032X(2007)48[359:TTABHO2.0.CO;2]