Vancouver-eyja
Vancouvereyja er í Bresku Kólumbíu í Kanada. Höfuðborgin heitir Victoria. Flatarmál Vancouvereyju er rúmlega 31.000 ferkílómetrar. Um 760.000 manns búa þar, flestir á stórborgarsvæði Victoriu.
Áður en Evrópubúar komu til eyjunnar höfðu frumbyggjar búið þar í þúsundir ára.
Eyjan er nefnd eftir George Vancouver, breskum flotaforingja. Hún hét áður Quadra og Vancouvereyja eftir að friður komst á milli flotaforingjans spænska Juan Francisco de la Bodega y Quadra og George Vancouver í deilum um landsvæði. Þegar spænsk áhrif dvínuðu varð Vancouver-nafnið ofan á.
Loftslagið á Vancouvereyju er eitt það mildasta í Kanada og þar er sjaldan frost. Staðurinn Henderson Lake á vesturströnd eyjunnar er úrkomusamasti staður Norður-Ameríku með 6650 millimetra árlega.
Á eyjunni eru tempraðir regnskógar með afar gömlum trjám. Meðal trjátegunda eru risalífviður, degli, marþöll og sitkagreni. Hæsti punktur Vancouvereyju er 2195 metrar.