Vallakirkja
Vallakirkja er kirkja að Völlum í Svarfaðardal. Hún var byggð árið 1861 og er því elsta kirkjan í Svarfaðardal og Dalvíkurbyggð. Hún er úr timbri og turnlaus eins og hinar gömlu kirkjur dalsins. Kirkjugarðurinn er umhverfis kirkjuna. Núverandi prestur er Magnús Gamalíel Gunnarsson.
Vallakirkja | ||
Vallakirkja í Svarfaðardal (mars 2008) Á.Hj. | ||
Almennt | ||
Prestakall: | Vallaprestakall | |
---|---|---|
Núverandi prestur: | Magnús Gamalíelsson | |
Byggingarár: | Upphaflega 1861 | |
Breytingar: | Endurbyggð eftir bruna 2000, endurbætur 1996 | |
Kirkjugarður: | Kirkjugarður umhverfis kirkju | |
Arkitektúr | ||
Byggingatækni: | Timbur | |
Framan við Vallakirkju er allmikið klukknaport sem jafnframt er sáluhlið að kirkjugarðinum. Klukknaportið var reist þegar gamall brottfluttur Svarfdælingur, Soffanías Þorkelsson frá Hofsá, gaf klukku eina mikla til kirkjunnar. Þetta var stærsta kirkjuklukka landsins og vóg nærri tvö tonn. Það var of mikill þungi fyrir hina öldnu kirkju svo að brugðið var á það ráð að reisa sérstaka byggingu fyrir klukkuna, sem er turn eða klukknaport yfir sáluhliðinu.
Árið 1996 stóðu yfir gagngerar endurbætur á Vallakirkju. Var því verki að mestu lokið og búið að koma flestum kirkjumunum fyrir á sínum stað þegar kviknaði í henni og brann hún svo lá við gereyðileggingu. Ýmsir töldu að þar með væri lokið sögu Valla sem kirkjustaðar. Svo fór þó ekki því fjársöfnun var sett af stað og kirkjan síðan endurbyggð út í hörgul og var hin nýja kirkja vígð árið 2000.
Heimildir
breyta- Kirkjur Íslands 9.bindi, Reykjavík 2007
Tenglar
breyta- Vallakirkja á kirkjukort.net Geymt 28 júlí 2017 í Wayback Machine