Valérie Pécresse
Valérie Pécresse (f. 14. júlí 1967) er franskur stjórnmálamaður sem hefur starfað sem forseti svæðisráðsins Île-de-France síðan 2015.[1] Hún var meðlimur í Repúblikanaflokknum (fr. Les Républicains) og starfaði áður sem ráðherra æðri menntunar og rannsókna frá 2007 til 2011 og fjárlagaráðherra og talsmaður ríkisstjórnarinnar frá 2011 til 2012 í stjórn François Fillon forsætisráðherra. Pécresse var fulltrúi 2. kjördæmis Yvelines á landsþinginu frá 2002 til 2007 og aftur frá 2012 til 2016.[2]
Valérie Pécresse | |
---|---|
Fædd | 14. júlí 1967 |
Menntun | HEC Paris ENA |
Störf | Viðskiptakona |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |