Vítisenglar (enska: Hells Angels) er samtök áhugafólks um vélhjól, og aka vanalega á Harley-Davidson vélhjólum. Félagsamtökin eru starfrækt í mörgum löndum, í Bandaríkjunum og Kanada eru þau skrásett sem fyrirtæki. Löggæsluyfirvöld víða um heim svo sem FBI hafa grun um að félagar samtakanna taki þátt í ólöglegri starfsemi svo sem ofbeldisverkum, vændi, peningaþvætti, sölu og dreifingu eiturlyfja og þýfis. Talsmenn samtakanna halda því fram að þeir séu fórnarlömb ofsókna á þann hátt að þó 1 % félaga taki þátt í ólöglegu athæfi þá séu hinir 99% látnir gjalda þess þó þeir séu löghlýðnir borgarar.

Samkomustaður Vítisengla í New York

Samtökin voru stofnuð árið 1948 í Fontana, Kaliforníu og fengu nafnið "Hells Angels" eftir 303 sprengjusveit í flugher Bandaríkjanna sem stofnuð var í byrjun seinni heimstyrjaldarinnar.

Vítisenglar á Íslandi breyta

Íslensk lögregluyfirvöld telja félagasamtökin skipulögð glæpasamtök og hafa nokkrum sinnum meinað norrænum vítisenglum að koma til Íslands. Lögregluyfirvöld telja að samtökin hyggist ná fótfestu hér á landi í gegnum vélhjólaklúbbinn Fáfni í Grindavík. För hóps norrænna Vítisengla til Íslands var stöðvuð í febrúar 2002. Talsmenn Fáfnis segja Vítisenglana þá hafa verið ferðamenn sem hugðu á ævintýraferð upp á Langjökul og skoða Gullfoss og Geysi og Bláa lónið. För átta norrænna Vítisengla var stöðvuð í nóvember 2007 er þeir hugðust sitja 11. ára afmælisfagnað Fáfnis í Reykjavík.


Í Kanada eru litið á Vítisengla sem glæpasamtök.

Heimildir breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.