Vísir (stærðfræði)
Vísir eða vísitala er í stærðfræði tala sem er brjóstvísir (og kallast þá veldisvísir) eða hnévísir, sem brjóstvísir stendur hún með veldisstofn og táknar fjölda skipta veldisstofninn er margfaldaður með sjálfum sér, auk þess sem hann er margfaldaður með tölunni 1. Liðvísir er vísir liðar í runu eða röð. Vísismengi er mengi vísa allra staka í öðru mengi og er hlutmengi í mengi náttúrlegra talna.
Vísisfall er fall, þar sem breytistærðin er veldisvísir.