Liður (stærðfræði)
aðgreiningarsíða á Wikipediu
Liður í stærðfræði er tala, breyta eða margfeldi talna og breyta, eins og þau koma fyrir í jöfnum, aðskilin með táknunum "+", "-" eða "=". (Í grunnskóla er kennt að „plús og mínus skipta liðum“.) Liðun er heiti aðferðarinnar sem notuð er til að finna liðina. Dæmi:
Jafnan 12 = 1 + 2 + 3 + 6 sýnir tiltekna liðun tölunnar 12, en liðirnir eru 1, 2, 3, og 6.
Þáttun er andstæða liðunar.