Ágústudalur

hérað á Ítalíu
(Endurbeint frá Vâl d’Aoûta)

Ágústudalur (ítalska Valle d'Aosta, arpitanska Vâl d’Aoûta, franska Vallée d'Aoste) er sjálfstjórnarhérað í norðvesturhluta Ítalíu með landamæri að Frakklandi (Haute Savoie, Savoie og Rhône-Alpes), Sviss (Vallese) í vestri og norðri og Fjallalandi í austri. Höfuðstaður héraðsins er Ágústa. Íbúar héraðsins eru um 120 þúsund íbúar í 74 sveitarfélögum, en Ágústudalur er aðeins ein sýsla.[1] Sumir íbúar héraðsins tala franskar mállýskur.

Ágústudalur
Fáni Ágústudals
Skjaldarmerki Ágústudals
Staðsetning Ágústudals á Ítalíu
Staðsetning Ágústudals á Ítalíu
Hnit: 45°43′N 7°22′A / 45.717°N 7.367°A / 45.717; 7.367
Land Ítalía
HöfuðborgÁgústa
Flatarmál
 • Samtals3.259 km2
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals123.018
 • Þéttleiki38/km2
TímabeltiUTC+01:00 (CET)
 • SumartímiUTC+02:00 (CEST)
ISO 3166 kóðiIT-23
Vefsíðawww.regione.vda.it Breyta á Wikidata

Ágústudalur liggur inn á milli Alpafjalla og telur meðal annars hlíðar fjallanna Mont Blanc og Matterhorn. Hæsta fjallið er Gran Paradiso.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Regione Valle d'Aosta“. tuttitalia.it (ítalska). Sótt 27. nóvember 2024.

Tenglar

breyta