Urmull
Urmull er íslensk hljómsveit sem stofnuð var á Ísafirði haustið 1992. Vorið eftir keppti hljómsveitin í Músíktilraunum þar sem hún lék gruggrokk. Árið 1994 gaf hljómsveitin út plötuna Ull á víðavangi.[1] Þekktasta lag þeirra var Alone sem fjallaði um banaslys sem varð á Breiðadalsheiði en einnig náði ábreiða þeirra af Himnalaginu ágætum vinsældum.[2][3] Eftir áralangan dvala kom sveitin aftur saman á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður árið 2010.[3]
Útgefið efni
breyta- Hitler was framed - 1993 (Kasetta)
- Ull á víðavangi - 1994 (Geisladiskur)
- Ull á víðavangi - 2010 (Endurútgefið)
Meðlimir
breyta- Símon Jakobsson - bassaleikari[3]
- Guðmundur Birgir Halldórsson - gítarleikari[3]
- Stefán Freyr Baldursson - gítarleikari[3]
- Davíð Sveinsson - trommuleikari[4]
- Hjalti Ágústsson - söngvari[5]
- Jón Geir Jóhannsson - trommuleikari[3]
- Valgeir Bogi Einarsson - gítarleikari[4]
- Birgir Jónsson - trommuleikari[4]
Heimildir
breyta- ↑ „Urmull snýr aftur“. Bæjarins besta. 25. febrúar 2010. Sótt 14. október 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Urmull upprisinn“. Bæjarins besta. 22. nóvember 2000. Sótt 14. október 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 Kristján Jónsson (6. apríl 2010). „Aldrei fór ég suður“. Morgunblaðið. Sótt 14. október 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 Helgi Jónsson (1. apríl 2017). „Urmull (1992-95 / 2010-)“. Glatkistan. Sótt 14. október 2024.
- ↑ Thelma Hjaltadóttir (18. desember 2014). „Löglærður rokkari í leikskólanum í Grímsey“. Bæjarins besta. bls. 44, 46. Sótt 14. október 2024 – gegnum Tímarit.is.
Ytri tenglar
breyta- Urmull á Glatkistunni