Tölvuöryggi

(Endurbeint frá Upplýsingaöryggi)

Tölvuöryggi, upplýsingaöryggi eða í víðari og almennari skilningi netöryggi, snýst um að vernda upplýsingakerfi fyrir því að vera stolið, raskað eða þau skemmd, hvort sem um er að ræða vélbúnað, hugbúnað eða önnur gögn sem er að finna á þeim.[1]

Borðtölva með læstum turnkassa.

Tölvuöryggi er í auknum mæli mikilvægur liður bæði í starfsemi fyrirtækja en einnig í einkalífi fólks vegna þess hversu mikil notkun internetsins er orðin, sér í lagi vegna þráðlausra nettenginga en líka vegna þess hversu mörg tæki, til að mynda snjalltæki, tengjast orðið internetinu, sem kallað er internet hluta.[2]

Veilur og smugur

breyta

Í tölvunarfræði er rætt um veilur[3] og smugur þar sem veilur eru eiginleikar á upplýsingakerfum sem gera þau berskjölduð eða í áhættuhópi fyrir árás en smugur er veilur sem stafa af „[vanrækslu] eða aðgæsluleysi sem veldur því að unnt er að sniðganga verndunarbúnað eða gera hann óvirkan.“[4]

Framleiðendur vélbúnaðar og hugbúnaðar eru fjölmargir og ekki er búið að staðla að öllu leyti tæknilegt umhverfi tækja. Veilur geta því verið af mjög margvíslegum toga. Allmargar stofnanir, bæði innlendar og alþjóðlegar, koma að því að staðla hugtök á sviði tölvuöryggis. Þeirra á meðal er hið Alþjóðlega staðlaráð (ISO) og hin bandaríska National institute for standards and technology (NIST).

Tölvuöryggi á Íslandi

breyta

Sem nútímalegt þróað vestrænt ríki er Ísland mjög netvætt land, netnotkun, farsíma- og tölvueign er mikil meðal almennings. Tölvuöryggi er í auknum mæli umfjöllunarefni fjölmiðla. Árið 2013 kom upp stórt og fyrirferðamikið mál þegar brotist var inn í innri kerfi fjarskiptafyrirtækisins Vodafone á Íslandi og þaðan stolið miklu magni persónulegra gagna viðskiptavina þess, þar með talin viðkvæm einkasamskipti, sem voru síðar gerð opinber.[5][6] Lauk málinu með því að Vodafone var dæmt skaðabótaskylt fyrir dómstólum og bárust fréttir af því að sumir einstaklingar hefðu flutt af landi brott vegna afleiðinga birtinganna.

Tilvísanir

breyta
  1. „Tölvuorðasafn: tölvuöryggi“.
  2. „Wireless mouse leave billions at risk of computer hack: cyber security firm“. 30. mars 2016.
  3. „Tölvuorðasafn: veila“.
  4. „Tölvuorðasafn: smuga“.
  5. „Upplýsingaöryggi/netöryggi“. 6. desember 2013.
  6. „Fyrri árásir ógnuðu ekki upplýsingaöryggi“. 5. desember 2013.

Tengill

breyta