Unnur Anna Valdimarsdóttir
Unnur Anna Valdimarsdóttir (f. 1972) er prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að tengslum áfalla og þungbærrar lífsreynslu á sjúkdómsþróun.[1]
Unnur Anna Valdimarsdóttir | |
---|---|
Fædd | 1972 |
Störf | Prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands |
Ferill
breytaUnnur lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 1992 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún hóf doktorsnám við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1999 og lauk þaðan doktorsprófi í klínískri faraldsfræði árið 2003. Doktorsritgerð hennar „The loss of a husband to cancer: additional and avoidable psychological traumata“ snéri að heilsufari og aðlögun ekkja eftir veikindi og andlát maka vegna krabbameins. Á árunum 2003-2006 starfaði Unnur áfram sem nýdoktor við Karolinska Institutet og lagði þar grunn að rannsóknaráætlun sinni til dagsins í dag.[2]
Árið 2007 var Unnur ráðin dósent í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og hlaut framgang í starf prófssors árið 2012 en hún gengdi stöðu varadeildarforseta Læknadeildar á árunum 2013-2017. Unnur varð fyrsti forstöðukennari nýstofnaðs þverfræðilegs meistara- og doktorsnáms í lýðheilsuvísindum árið 2007 og gengdi því starfi til ársins 2017.[3] Hún hefur haft umsjón með námskeiðum fyrir læknanema og framhaldsnema í lýðheilsuvísindum í faraldsfræði og verklag í vísindum og hefur jafnframt leiðbeint fjölda nema til meistara- og doktorsprófs. Unnur hefur gegnt stöðu gestaprófessors við faraldsfræðideildir Harvard TH Chan School of Public Health í Boston, síðan 2013, og við Karolinska Institutet, síðan 2015, og komið að leiðbeiningu nema og rannsóknarsamstarfi við fræðimenn þeirra stofnanna.[2]
Rannsóknir
breytaRannsóknir Unnar og samstarfsfólks hennar miða að því að auka þekkingu á tengslum þungbærrar lífsreynslu á borð við ástvinamissi, greiningu krabbameins, náttúruhamfara og ofbeldis á þróun hinna ýmsu sjúkdóma.[4] Niðurstöður hennar hafa birst í um 140 vísindagreinum,[5][6] nokkrar þeirra í fremstu vísindaritum heims, t.d. New England Journal of Medicine, JAMA, Lancet Psychiatry, og BMJ.[7] Unnur hefur einnig kynnt niðurstöður sínar í boðsfyrirlestrum við erlendar háskólastofnanir og á alþjóðlegum ráðstefnum.
Viðurkenningar og styrkir
breytaUnnur hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs (2010)[3], verðlaun úr verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum (2017)[8] og hún var fyrst kvenna til að vera kjörin Háskólakona ársins af félagi háskólakvenna, árið 2017.[9][10] Unnur hefur hlotið fjölda rannsóknarstyrkja, m.a. nýlegan öndvegisstyrk frá Rannís,[11] og Consolidator styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar áfalla.[1][12]
Einkalíf
breytaForeldrar Unnar eru Guðrún Jónsdóttir (f. 1938), hárgreiðslumeistari, og Valdimar Ágúst Steingrímsson (f. 1939), vegaeftirlitsmaður, og systkini hennar eru Pétur Valdimarsson (f. 1966), viðskiptafræðingur, og Jóna Ellen Valdimarsdóttir (f. 1977), hjúkrunarfræðingur. Eiginmaður Unnar er Pétur Hafliði Marteinsson (f. 1973), athafnamaður, og eiga þau eina dóttur.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Læknablaðið. (2017). Samspil erfðaþátta og áfalla – Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor í lýðheilsuvísindum við HÍ stýrir mörgum og stórum rannsóknum. Læknablaðið, 103(6)“. Sótt 30. júlí 2019.
- ↑ 2,0 2,1 „Háskóli Íslands. Unnur Anna Valdimarsdóttir. Prófessor í faraldsfræði. Ferilskrá“. Sótt 30. júlí 2019.
- ↑ 3,0 3,1 „Rannís. (2010). Hvatningarverðlaun 2010“. Sótt 30. júlí 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.). Áhrif streitu og áfalla á sjúkdóma og lífslíkur[óvirkur tengill]. Sótt 30. júlí 2019
- ↑ ORCID. Unnur Anna Valdimarsdóttir. Sótt 30. júlí 2019
- ↑ PubMed. Valdimarsdóttir U.
- ↑ Google Scholar. Unnur Valdimarsdóttir.
- ↑ Mbl.is. (2017, 5. maí). Hlaut 5 milljóna króna verðlaun. Sótt 30. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (2017). Unnur Anna valin háskólakona ársins. Sótt 30. júlí 2019
- ↑ VB. (2017, 22. nóvember). ársins valin í fyrsta sinn. Dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir er fyrsta Háskólakona ársins[óvirkur tengill]. Sótt 30. júlí 2019
- ↑ Rannsóknarsjóður. Öndvegisstyrkir. Sótt 30. júlí 2019
- ↑ Freyr Gígja Gunnarsson. (2016, 14. desember). Íslenskur prófessor fær hæsta styrkinn. Ruv. Sótt 30. júlí 2019
Helstu ritverk
breyta- Song H, Fang F, Arnberg FK, Mataix-Cols D, Fernández de la Cruz L, Almqvist C, Fall K, Lichtenstein P, Thorgeirsson G, Valdimarsdóttir UA. Stress related disorders and risk of cardiovascular disease: population based, sibling controlled cohort study. BMJ. 2019 Apr 10;365:l1255.
- Song H, Fang F, Tomasson G, Arnberg FK, Mataix-Cols D, Fernández de la Cruz L, Almqvist C, Fall K, Valdimarsdóttir UA. Association of Stress-Related Disorders With Subsequent Autoimmune Disease. JAMA. 2018 Jun 19;319(23):2388-2400.
- Flores-Torres MH, Lynch R, Lopez-Ridaura R, Yunes E, Monge A, Ortiz-Panozo E, Cantu-Brito C, Hauksdóttir A, Valdimarsdóttir U, Lajous M. Exposure to Violence and Carotid Artery Intima-Media Thickness in Mexican Women. J Am Heart Assoc. 2017 Aug 17;6(8). pii: e006249.
- Zhu J, Fang F, Sjölander A, Fall K, Adami HO, Valdimarsdóttir U. First-onset mental disorders after cancer diagnosis and cancer-specific mortality: a nationwide cohort study. Ann Oncol. 2017 Aug 1;28(8):1964-1969.
- Lu D, Andersson TM, Fall K, Hultman CM, Czene K, Valdimarsdóttir U, Fang F. Clinical Diagnosis of Mental Disorders Immediately Before and After Cancer Diagnosis: A Nationwide Matched Cohort Study in Sweden. JAMA Oncol. 2016 Sep 1;2(9):1188-96.
- Shen Q, Lu D, Schelin ME, Jöud A, Cao Y, Adami HO, Cnattingius S, Fall K, Valdimarsdóttir U, Fang F. Injuries before and after diagnosis of cancer: nationwide register based study. BMJ. 2016 Aug 31;354:i4218.
- Gisladottir A, Luque-Fernandez MA, Harlow BL, Gudmundsdottir B, Jonsdottir E, Bjarnadottir RI, Hauksdottir A, Aspelund T, Cnattingius S, Valdimarsdóttir UA. Obstetric Outcomes of Mothers Previously Exposed to Sexual Violence. PLoS One. 2016 Mar 23;11(3):e0150726.
- Lu D, Sundström K, Sparén P, Fall K, Sjölander A, Dillner J, Helm NY, Adami HO, Valdimarsdóttir U, Fang F. Bereavement Is Associated with an Increased Risk of HPV Infection and Cervical Cancer: An Epidemiological Study in Sweden. Cancer Res. 2016 Feb 1;76(3):643-51.
- Arnberg FK, Hultman CM, Valdimarsdóttir UA. Registration and definitions of mental disorders in Swedish survivors of the 2004 southeast Asia tsunami--Authors' response. Lancet Psychiatry. 2015 Nov;2(11):962-3.
- Arnberg FK, Gudmundsdóttir R, Butwicka A, Fang F, Lichtenstein P, Hultman CM, Valdimarsdóttir UA. Psychiatric disorders and suicide attempts in Swedish survivors of the 2004 southeast Asia tsunami: a 5 year matched cohort study. Lancet Psychiatry. 2015 Sep;2(9):817-24.
- Fang F, Fall K, Valdimarsdóttir U. Stress and cancer: Nordic pieces to the complex puzzle. Eur J Epidemiol. 2015 Jul;30(7):525-7.
- Sigurdardottir LG, Markt SC, Rider JR, Haneuse S, Fall K, Schernhammer ES, Tamimi RM, Flynn-Evans E, Batista JL, Launer L, Harris T, Aspelund T, Stampfer MJ, Gudnason V, Czeisler CA, Lockley SW, Valdimarsdóttir UA*, Mucci LA*. Urinary melatonin levels, sleep disruption, and risk of prostate cancer in elderly men. Eur Urol. 2015 Feb;67(2):191-4. (*shared last/senior author)
- Eiríksdóttir VH, Ásgeirsdóttir TL, Bjarnadóttir RI, Kaestner R, Cnattingius S, Valdimarsdóttir UA. Low birth weight, small for gestational age and preterm births before and after the economic collapse in Iceland: a population based cohort study. PLoS One. 2013 Dec 4;8(12):e80499.
- Hauksdóttir A, McClure C, Jonsson SH, Olafsson O, Valdimarsdóttir UA. Increased stress among women following an economic collapse--a prospective cohort study. Am J Epidemiol. 2013 May 1;177(9):979-88.
- Stephansson O, Kieler H, Haglund B, Artama M, Engeland A, Furu K, Gissler M, Nørgaard M, Nielsen RB, Zoega H, Valdimarsdóttir U. Selective serotonin reuptake inhibitors during pregnancy and risk of stillbirth and infant mortality. JAMA. 2013 Jan 2;309(1):48-54.
- Fang F, Fall K, Mittleman MA, Sparén P, Ye W, Adami HO, Valdimarsdóttir U. Suicide and cardiovascular death after a cancer diagnosis. N Engl J Med. 2012 Apr 5;366(14):1310-8.
- Fang F, Fall K, Sparén P, Adami HO, Valdimarsdóttir HB, Lambe M, Valdimarsdóttir U. Risk of infection-related cancers after the loss of a child: a follow-up study in Sweden. Cancer Res. 2011 Jan 1;71(1):116-22.
- Valdimarsdóttir U, Kreicbergs U, Hauksdóttir A, Hunt H, Onelöv E, Henter JI, Steineck G. Parents' intellectual and emotional awareness of their child's impending death to cancer: a population-based long-term follow-up study. Lancet Oncol. 2007 Aug;8(8):706-14.
- Kreicbergs U, Valdimarsdóttir U, Onelöv E, Henter JI, Steineck G. Talking about death with children who have severe malignant disease. N Engl J Med. 2004 Sep 16;351(12):1175-86.
- Valdimarsdóttir U, Helgason AR, Fürst CJ, Adolfsson J, Steineck G. Awareness of husband's impending death from cancer and long-term anxiety in widowhood: a nationwide follow-up. Palliat Med. 2004 Jul;18(5):432-43.