Unnur Anna Valdimarsdóttir

Unnur Anna Valdimarsdóttir (f. 1972) er prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að tengslum áfalla og þungbærrar lífsreynslu á sjúkdómsþróun.[1]

Unnur Anna Valdimarsdóttir
Fædd1972
StörfPrófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Ferill breyta

Unnur lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 1992 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún hóf doktorsnám við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1999 og lauk þaðan doktorsprófi í klínískri faraldsfræði árið 2003. Doktorsritgerð hennar „The loss of a husband to cancer: additional and avoidable psychological traumata“ snéri að heilsufari og aðlögun ekkja eftir veikindi og andlát maka vegna krabbameins. Á árunum 2003-2006 starfaði Unnur áfram sem nýdoktor við Karolinska Institutet og lagði þar grunn að rannsóknaráætlun sinni til dagsins í dag.[2]

Árið 2007 var Unnur ráðin dósent í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og hlaut framgang í starf prófssors árið 2012 en hún gengdi stöðu varadeildarforseta Læknadeildar á árunum 2013-2017. Unnur varð fyrsti forstöðukennari nýstofnaðs þverfræðilegs meistara- og doktorsnáms í lýðheilsuvísindum árið 2007 og gengdi því starfi til ársins 2017.[3] Hún hefur haft umsjón með námskeiðum fyrir læknanema og framhaldsnema í lýðheilsuvísindum í faraldsfræði og verklag í vísindum og hefur jafnframt leiðbeint fjölda nema til meistara- og doktorsprófs. Unnur hefur gegnt stöðu gestaprófessors við faraldsfræðideildir Harvard TH Chan School of Public Health í Boston, síðan 2013, og við Karolinska Institutet, síðan 2015, og komið að leiðbeiningu nema og rannsóknarsamstarfi við fræðimenn þeirra stofnanna.[2]

Rannsóknir breyta

Rannsóknir Unnar og samstarfsfólks hennar miða að því að auka þekkingu á tengslum þungbærrar lífsreynslu á borð við ástvinamissi, greiningu krabbameins, náttúruhamfara og ofbeldis á þróun hinna ýmsu sjúkdóma.[4] Niðurstöður hennar hafa birst í um 140 vísindagreinum,[5][6] nokkrar þeirra í fremstu vísindaritum heims, t.d. New England Journal of Medicine, JAMA, Lancet Psychiatry, og BMJ.[7] Unnur hefur einnig kynnt niðurstöður sínar í boðsfyrirlestrum við erlendar háskólastofnanir og á alþjóðlegum ráðstefnum.

Viðurkenningar og styrkir breyta

Unnur hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs (2010)[3], verðlaun úr verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum (2017)[8] og hún var fyrst kvenna til að vera kjörin Háskólakona ársins af félagi háskólakvenna, árið 2017.[9][10] Unnur hefur hlotið fjölda rannsóknarstyrkja, m.a. nýlegan öndvegisstyrk frá Rannís,[11] og Consolidator styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar áfalla.[1][12]

Einkalíf breyta

Foreldrar Unnar eru Guðrún Jónsdóttir (f. 1938), hárgreiðslumeistari, og Valdimar Ágúst Steingrímsson (f. 1939), vegaeftirlitsmaður, og systkini hennar eru Pétur Valdimarsson (f. 1966), viðskiptafræðingur, og Jóna Ellen Valdimarsdóttir (f. 1977), hjúkrunarfræðingur. Eiginmaður Unnar er Pétur Hafliði Marteinsson (f. 1973), athafnamaður, og eiga þau eina dóttur.

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 „Læknablaðið. (2017). Samspil erfðaþátta og áfalla – Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor í lýðheilsuvísindum við HÍ stýrir mörgum og stórum rannsóknum. Læknablaðið, 103(6)“. Sótt 30. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 „Háskóli Íslands. Unnur Anna Valdimarsdóttir. Prófessor í faraldsfræði. Ferilskrá“. Sótt 30. júlí 2019.
  3. 3,0 3,1 „Rannís. (2010). Hvatningarverðlaun 2010“. Sótt 30. júlí 2019.
  4. Háskóli Íslands. (e.d.). Áhrif streitu og áfalla á sjúkdóma og lífslíkur[óvirkur tengill]. Sótt 30. júlí 2019
  5. ORCID. Unnur Anna Valdimarsdóttir. Sótt 30. júlí 2019
  6. PubMed. Valdimarsdóttir U.
  7. Google Scholar. Unnur Valdimarsdóttir.
  8. Mbl.is. (2017, 5. maí). Hlaut 5 milljóna króna verðlaun. Sótt 30. júlí 2019
  9. Háskóli Íslands. (2017). Unnur Anna valin háskólakona ársins. Sótt 30. júlí 2019
  10. VB. (2017, 22. nóvember). ársins valin í fyrsta sinn. Dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir er fyrsta Háskólakona ársins[óvirkur tengill]. Sótt 30. júlí 2019
  11. Rannsóknarsjóður. Öndvegisstyrkir. Sótt 30. júlí 2019
  12. Freyr Gígja Gunnarsson. (2016, 14. desember). Íslenskur prófessor fær hæsta styrkinn. Ruv. Sótt 30. júlí 2019

Helstu ritverk breyta