United Airlines
United Airlines (oftast kallað United) er bandarískt flugfélag með höfuðstöðvar í Willis Tower í Chicago, Illinois, Bandaríkjunum. United rekur stórt leiðarkerfi í farþegaflugi bæði á innanlandsmarkaði í Bandaríkjunum og í alþjóðaflugi. Leiðarkerfi þess nær til allra helstu borga í Bandaríkjunum og í sex heimsálfum. Ef farið er eftir flotastærð og leiðum sem er flogið er United þriðja stærsta flugfélag heims eftir sameiningu við flugfélagið Continental Airlines árið 2010. [3] Flugfélagið er með alls 872 flugvélar í rekstri og 342 áfangastaði.[4]
United Airlines | |
Rekstrarform | Flugfélag |
---|---|
Stofnað | 6, apríl 1926 |
Staðsetning | Chicago, Illinois, Bandaríkin |
Lykilpersónur | Scott Kirby (Forstjóri) |
Starfsemi | Farþegaflug |
Heildareignir | US$ 68.2 Milljarðar (2021)[1] |
Starfsfólk | 84,100 (Desember 2021)[2] |
Floti
breytaFloti United samanstendur af Boeing 737, 757, 767, 777 og 787 en flugfélagið rekur einnig Airbus A319 og A320.
United hafði áður rekið flugvélar af gerðinni Boeing 727 og 747, Douglas DC-8 og McDonnell Douglas DC-10.
Heimildir
breyta- ↑ https://www.sec.gov/ix?doc=/Archives/edgar/data/100517/000010051722000009/ual-20211231.htm
- ↑ https://www.sec.gov/ix?doc=/Archives/edgar/data/100517/000010051722000009/ual-20211231.htm
- ↑ https://www.jonesday.com/en/practices/experience/2010/05/continental-airlines-and-united-merge-in-85-billion-allstock-merger-of-equals
- ↑ https://www.planespotters.net/airline/United-Airlines