Björgunarsveitin Húnar

(Endurbeint frá Unglingadeildin Skjöldur)

Björgunarsveitin Húnar er íslensk björgunarsveit á Hvammstanga. Hún var stofnuð 27. febrúar 2007 með sameiningu Flugbjörgunarsveitar Vestur-Húnavatnssýslu og Björgunarsveitarinnar Káraborgar á Hvammstanga. Starfssemi björgunarsveitarinnar miðast við að geta leyst þau verkefni við leit og björgun sem til hennar er leitað með jafnt á sjó sem landi. Björgunarsveitin starfar innan Slysavarnafélagssins Landsbjargar. Starfssvæði sveitarinnar nær yfir Húnaþing vestra, Bæjarhrepp og Strandabyggð inn í Bitrubotn.

Á Hvammstanga eru höfuðstöðavar björgunarsveitarinnar í björgunarstöðinni Húnabúð, einnig á björgunarsveitin aðra björgunarstöð að Reykjaborg á Laugarbakka í Miðfirði. Á Borðeyri við Hrútafjörð er líka staðsett ein af björgunarbifreiðum sveitarinnar.

Öll starfsemi björgunarsveitarinnar er unnin í sjálboðavinnu hvort við á um leit, björgun, æfingar eða fjáröflun til starfseminnar. Einnig er mikið samstarf við Slysavarnadeildina Káraborg og Rauðakrossdeildina á Hvammstanga.

Unglingadeildin Skjöldur

breyta
 
Unglingadeildin Skjöldur. Mynd tekin í Húnabúð

Innan björgunarsveitarinnar starfar líka líka Unglingadeildin Skjöldur og er starfsemin miðuð við að börn í 9. bekk og eldri, það er að segja þar til þau geta gengið til liðs við björgunarsveitina á átjánda ári. Deildin var stofnuð 2008 en starfsemi hennar byggist á að gera félagana undirbúna fyrir störf í björgunarsveit er þau ná átján ára aldri.

Starfsemin er mjög samofin starfssemi björgunarsveitinni og vinna unglingarnir saman með björgunarsveitinni að hinum ýmsu málum m.a. fjáröflun, æfingum o.fl.

Myndir úr starfi Unglingadeildarinnar

breyta

Tenglar

breyta