Umm Kulthum
(Endurbeint frá Umm Kolthoum)
Umm Kulthum[1] (أم كلثوم, fædd أم كلثوم إبراهيم البلتاجي (Umm Kulthum Ebrahim Elbeltagi) um 1900, dáin 3. febrúar 1975) var egypsk söngkona, lagahöfundur og leikkona. Hún fæddist í þorpinu Tamay ez-Zahayra sem tilheyrir El Senbellawein og var oft nefnd „stjarnan úr austri“ (kawkab el-sharq). Hún er talin ein frægasta söngkona Arabalandanna á 20. öld.
Tilvísanir
breyta- ↑ Ýmsir aðrir rithættir nafnsins hafa tíðkast, þar á meðal Om Koultoum, Om Kalthoum, Oumme Kalsoum og Umm Kolthoum.