James "Midge" Ure (fæddur 10. október 1953) er skoskur tónlistarmaður. Hann er þekktastur fyrir að vera söngvari Ultravox og sem meðhöfundur Do they know it's christmas? með Bob Geldof árið 1984 sem er mest selda smáskífa Bretlands. Saman skipulögðu þeir styrktartónleikana Live Aid árið 1985 og Live 8 árið 2005.

Ure árið 2011.
Ure árið 1984.

Ure var í ýmsum hljómsveitum í byrjun ferils. Honum var var boðið að gerast söngvari Sex Pistols árið 1975 en hann hafnaði því. Árið 1977 gekk Ure í hljómsveitina Rich Kids með Glen Matlock, fyrrum meðlimi Sex Pistols. Stuttu síðar gekk hann í synthpop-bandið Visage og árið 1979 gekk hann í hljómsveitina Ultravox og var þar til 1988. Ure hefur átt sólóferil og átti toppsmáskífuna If I Was í Bretlandi. Hann átti endurkomu með Ultravox frá 2008.

  • Árið 2018 og 2023 kom Ure fram í Hörpu með Todmobile og söng Ultravox lög.
  • Nafnið Midge er orðaleikur með nafn hans Jim sem er Mij öfugt.

Sólóskífur breyta

  • The Gift (1985)
  • Answers to Nothing (1988)
  • Pure (1991)
  • Breathe (1996)
  • Move Me (2000)
  • "10" (2008)
  • Fragile (2014)
  • Orchestrated (2017)

Heimild breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.